F

Skilgreining á Flúrperum

Skilgreining á flúrperum frá Narva

Colorlux Plus
Eru almennar flúrperur með mjög góðum litagjafa (8= 1B, Ra 80-89). Perurnar eru fáanlegar í öllum stærðum bæði T8 (26mm þverm.) og T5 (16mm þverm.)

Þegar T8 flúrperur eru notaðar með kjarna straumfestum er áætlaður meðalendingartími þeirra um 13.000 tímar en með rafrænni straumfestu að meðaltali 20.000 tímar. Meðalendingartími T5 flúrpera er hins vegar 24.000 tímar.

T5 flúrperur eru til í tveim gerðum:
EQ= Efficient output, sem ætlaðar eru þar sem orkan nýtist sem best.
HQ= High output, þar sem krafist er aukins ljósmagns.

Colourlux Plus ES-Energy Saver
Nota minni orku en gefa svipað ljósmagn bæði með kjarna og- elektrónískri straumfestu.

Colourlux plus XL-Extended Life
XL eru endingarbetri útgáfur. T8 perur endast að meðaltali 55.000 tíma með elektrónískri straumfestu og 28.000 tíma með kjarnastraumfestu. T5 perur endast að meðaltali 40.000 tíma.

Colourlux Plus SPT-Safety
Perur í þessum flokki eru með öryggisfilmu sem kemur í veg fyrir að glerbrot dreifist ef pera brotnar. Filman útilokar einnig UV geisla.

Colourlux plus ET-Igloo
Þessar perur eru með auka öryggishólk sem auðveldar ræsingu við mikinn kulda.

Colourlux de Luxe
Eru með litaendurgjafa 9 = 1A, Ra 90-100, eða þann hæsta sem fæst.

Narva Bio Vital
Eru með litaendurgjöf 9 og sérstaklega ætlaðar þar sem skortur er á nátturulegu sólarljósi. Þær geta hentað vel á vinnustöðum þar sem þarf mikla birtu, t,d læknastofum, skólum, leikskólum og til að lýsa upp plöntur.

Narva Food light
Perurnar eru sérhannaðar til þess að lýsa á valdar fæðutegundir. Með þessari lýsingu kemur ferskleikinn fram án þess að vörurnar séu færðar í sérstakan búning. Nokkrir litir eru í boði, 075 Fresh Light, 0752 Bakery fyrir bakarí/brauðmeti og 076 Nature og 0762 Nature de Luxe til lýsinga í kjötborðum.

Narva Colour (Litaðar perur)
Fyrir auglýsingar, skraut og samkomustaði.

Narva Yellow Special
Þessar perur gefa ekki frá sér UV eða bláa geisla og eru notaðar eftir aðstæðum. Þær upplita t.d ekki gamla safnmuni. Ljós frá þessum perum er ósýnilegt mörgum skordýrum og því hentugt þar sem þau eru sérstaklega óæskileg.

Narva Blacklight Blue
Þessar peru gefa frá sér UV langbylgjur en svart glerið hleypir aðeins UV geislum út. Þær eru notaðar m.a á skemmtistöðum, við auglýsingar, við rannsóknir á efnum og við prófun á peningaseðlum og frímerkjum.

T5 Flúrperur
Allir framleiðendur flúrpera, þ.á.m NARVA benda viðskiptavinum sínum á nauðsyn þess að "hita upp" perur í allt að 100 tíma áður en þær ná æskilegri tækniviðmiðun skv. staðli IEC 60081. Þegar stöðugleika er náð er viðmiðunin í jafnvægi.

Hægt er að dimma T5 flúrperur með viðeigandi straumfestu og er þá mikilvægt að upphitunin fari fram áður miðað við 100% ljósmagn.

Flúrperur hafa kalda og heita enda sem þekkja má af lengd rafskautshöldu. Merking perunnar er á kalda endanum og er mikilvægt að tryggja þegar flúrperur eru settar upp lóðrétt að þá snúi merkti endinn niður.

Til þess að koma í veg fyrir hitaáhrif þar sem margar perur eru saman er ráðlagt að bilið á milli sé minnst 32mm. Merki á endaum á jafnframt að vera í samræmi.

DALI ljósastýrikerfi eru til í fjölbreyttu úrvali til margvíslegra nota fyrir fyrirtæki, stofnanir, samkomuhús fundarsali og einkaheimili og eru nýbyggingar gjarnan hannaðar með tilliti til möguleika DALI ljósastýringa. DALI stýrikerfi eru forritanleg og stýrð með rofaborði, snertiskjá og/eða fjarstýringu svo og er sjálfvirk tölvustýring möguleg á einfaldan og öruggan hátt.

Helstu kostir DALI ljósastýringa, eru þeir möguleikar sem felast í fyrirfram settum eða forrituðum stillingum fyrir ljósgjafa, þar sem mögulegt er að stilla ljósmagn sérhvers ljósgjafa eða ákveðna flokkun þeirra eftir þörfum og stýra síðan eins og að ofan greinir. Einnig er boðið uppá búnað fyrir gluggatjaldastýringar í DALI kerfum.
DALI ljósastýrikerfi spara verulega rafmagnsnotkun og þar með kostnað með því að ljós eru að öllu jöfnu notuð í minna magni með demprun þeirra og vegna sérstillinga fyrir kvöld- og næturlýsingu.

Helstu þættir DALI kerfa:
* Elektrónískar straumfestur fyrir flúrlampa
* Elektrónískar straumfestur fyrir halógen lampa
* Elektrónískar straumfestur fyrir ljósleiðara
* Elektrónískar straumfestur fyrir sparperur
* Stýrieiningar og dimmingar
* Breytar (DALI/1-10V)
* Aukabúnaður (spennugjafar, skynjarar, neyðarbúnaður o.fl.)
* DALI kerfisþjónusta