F

Orkunotkun og Umhverfið

Orkunotkun og umhverfið

Nauðsyn þess að spara orku
Stefnan að spara orku er ekki aðeins að skera niður hækkandi orkukostnað heldur einnig að hægja á gróðurhúsaáhrifum á umhverfið. Áætlað er að ljósgjafar noti 10-15% þess rafmagns sem notað er í hinum iðnvædda heimi. Undanfarið hefur verið vakin athygli á mikilvægi orkusparnaðar með markmiðum og leiðbeiningum á alþjóðavettvangi. Sameiginleg markmið sem fram koma í alþjóðlegum samningum varðandi málefni umhverfisins svo og nokkrar reglugerðir Evrópubandalagsins, svo sem varðandi orkunýtingarkröfur fyrir hluti til ljósbúnaðar og bygginga, er ætlað að stuðla að eftirtektarverðum orkusparnaði á ljósasviðinu. Með nýjustu tækni höfum við eignast frábær verkfæri til þess að minnka orkunotkun ljósgjafa. Þetta gerir margvíslegar kröfur á mismunandi sviðum lýsingar.

Sparnaður í perum
Nýjasta framþróunin í hönnun flúrpera er í samræmi við umhverfismarkmið. Hámark ljósnýtni T5 flúrpera er meira en 10% hærri en T8 pera. Þetta skýrir að hluta hvers vegna T5 tæknin er að yfirtaka T8 varðandi lausnir með ljósastýringum. Vafalaust hefur útlit og umhverfisvænleikinn einnig sín áhrif.
Hægt er að ná fram auknum sparnaði í flúrperum með því að hámarka vinnslu rafskauta. Forhitun er nauðsynleg til þess að koma í veg fyrir að aflræsing valdi óþarfa álagi á rafskautin. Eftir að ræsing hefur átt sér stað getur straumur perunnar haldið nauðsynlegum hita í rafskautunum. Markmiðið hefur þess vegna verið að minnka hita rafskautsins eftir ræsingu til þess að spara orku. Með þessari aðferð er mögulegt að spara aukalega tvö vött per flúrperu.

Sparnaður í straumfestum
Með því að velja hátíðni elektróníska straumfestu í stað kjarnastraumfestu er algengur orkusparnaður 20-25%. Þessu er aðallega náð með því að nota hátíðni orku til þess að virkja fosfórið í flúrperunum. Elektrónískar straumfestur hitna þar að auki lítið og framleiða því meira ljós úr sömu orkunotkun miðað við kjarnastraumfestur. Þar með er sama ljósmagni náð með minni orkunotkun. Takmörkin sem fram koma í reglugerð EB nr. 2000/55/EC sýna greinilega að 2x58W lampi með kjarnastraumfestu í B2 flokki mun nota 18% meiri orku en lampi með elektróníska straumfestu í A2 flokki og meira en 21% meira en Helvar A2 straumfesta með OCC (Optimum Cathode Control) tækni.

Í framhaldi af OCC nýjungum Helvar eru allar þróaðar straumfestur í dag með rafskauta stjórnkerfi. Þetta hámarkar orkunýtingu bæði flúrpera og straumfesta þannig að náð er hámarks líftíma. Aðrar nýjungar eins og tilkoma hærri rekstrartíðni, hafa enn frekar hjálpað til að minnka orkunotkun og hitastjórnun.

Nýjustu elektrónísku straumfesturnar eru einnig með innbyggðum rafrásum sem þekkja og geta gert greinarmun á mismunandi perugerðum.

Reglugerðin um "RoHS" er varðar takmarkanir á notkun hættulegra efna (Restriction of use of Hazardus Substances) hefur verð í gildi frá júlí 2006. Frá þeim tíma skulu allar elektrónískar straumfestur vera blýlausar og í samræmi við sett ákvæði varðandi hættuleg efni. Þetta er að sjálfsögðu mjög mikilvægt frá umhverfis- og endurvinnslu sjónarmiðum.

Sparnaður með ljósastýringum
Hefðbundnar aðferðir við ljósastýringar eins og handvirk stjórnun, stöðugt ljós og viðveru (hreyfi) skynjun geta haft verulegan viðbótar sparnað í för með sér. Við höfum nú þegar elektrónískar straumfestur í A1 flokki (dæmi: Helvar EL-sc og EL-si gerðirnar) sem samræma þessa möguleika og skapa þar af leiðandi orkusparnað.

Þegar skoðaðir eru möguleikarnir á orkusparnaði með dimmingu flúrlampa þá er sparnaðurinn meira en 80% í samanburði við kjarnastraumfestur.

Markmiðið með notkun elektrónískra straumfesta á vettvangi ljóstækni hefur ávallt verið að auka ljósgæði og minnka rafmagnsnotkun. Minnkun álags á umhverfið, minni notkun hættulegra efna (RoHs). Þessi vinna mun stöðugt halda áfram og stuðla að áframhaldandi nýjungum sem og spara orkukostnað og orku almennt til hagsóbta fyrir umhverfið.